lau 28.maí 2022
Bandaríkin: Sein endurkoma Orlando bjargaði stigi

Orlando Pride 2 - 2 Washington Spirit
0-1 T. Rodman ('19)
0-2 A. Hatch ('66)
1-2 M. Cluff ('95)
2-2 D. Jenkins ('98)Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í byrjunarliði Orlando Pride og bar fyrirliðabandið í heimaleik gegn Washington Spirit.

Gestirnir frá Washington voru tveimur mörkum yfir þegar Gunnhildi var skipt útaf á 78. mínútu en ótrúleg endurkoma í uppbótartíma bjargaði stigi.

Orlando minnkaði muninn með marki á 95. mínútu og kom jöfnunarmarkið svo á 98. mínútu.

Orlando er með átta stig eftir sex fyrstu umferðir tímabilsins.