lau 28.maí 2022
[email protected]
Framtíð Tchouameni óljós
Mikið hefur verið slúðrað um framtíð Aurelien Tchouameni, 22 ára miðjumann Mónakó og franska landsliðsins.
Talað var um að hann væri á leið til Real Madrid fyrir 80 milljónir evra en nú er óljóst hvort skiptin munu ganga í gegn. Félög á borð við Chelsea, Liverpool og PSG vilja fá hann í sínar raðir. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá er mér sama hvert hann fer. Það þarf bara að borga mikilvægt kaupverð. Við ætlum ekki að selja topp leikmann eins og Tchouameni á afslætti," sagði Paul Mitchell, stjórnandi hjá Mónakó. Fabrizio Romano staðfestir að verðmiðinn á Tchouameni nemur 80 milljónum.
|