lau 28.maí 2022
[email protected]
Mjólkurbikar kvenna: Tvær tvennur í stórsigri KR
 |
Bergdís Fanney í baráttunni |
ÍA 0 - 5 KR 0-1 Rasamee Phonsongkham ('13 )
0-2 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('20 )
0-3 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('36 )
0-4 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('72 )
0-5 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('82 )
0-6 Laufey Björnsdóttir ('90 ) Lestu um leikinn
ÍA og KR mættust í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á Akranesi í dag. ÍA leikur í 2. deild eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni í fyrra en KR leikur í Bestu deildinni eftir að hafa sigrað Lengjudeildina í fyrra. Gestirnir byrjuðu af krafti en Rasamee Phonsongkham kom liðinu yfir eftir aðeins tæpan stundarfjórðung. Rúmum fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði þá með skalla eftir aukaspyrnu Rasamee en Bergdís lagði upp mark Rasamee. Enn og aftur voru þær tvær í sviðsljósinu undir lok fyrri hálfleiks þegar Rasamee tekur hornspyrnu sem Bergdís skallar í netið 3-0 í hálfleik. Ísabella Sara Tryggvadóttir og Laufey Björnsdóttir gerðu algjörlega út um leikinn undir lokin með þremur mörkum mörkum, Ísabella með tvö og Laufey eitt og 6-0 sigur KR staðreynd. Liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit.
|