mán 06.jún 2022
Flýgur til Leeds að hitta Raphinha
Mynd: Getty Images

Mynd: EPA

BBC hefur tekið saman slúðurpakka dagsins á öðrum í hvítasunnu. Rætt er um Sadio Mane, Gavi, Renan Lodi og Raphinha í pakkanum.
Liverpool hafnaði 25 milljónum punda frá FC Bayern í Sadio Mane, 30. (Times)

Tottenham ætlar að festa kaup á Djed Spence, 21 árs bakverði Middlesbrough sem gerði góða hluti að láni hjá Nottingham Forest. (Express)

Liverpool er hætt við að reyna að krækja í hinn 17 ára Gavi sem er að skrifa undir nýjan samning við Barcelona. (Sport)

Nemanja Matic, 33, gengur í raðir Roma á frjálsri sölu þegar samningur hans við Manchester United rennur út í lok júní. (Sky Sports)

Koma Matic  gæti endað áhuga Roma á Douglas Luiz, 24 ára miðjumanni Aston Villa. (Birmingham Mail)

James Milner, 36, er búinn að samþykkja nýjan eins árs samning við Liverpool. (Athletic)

Fulham, Bournmeouth og Nottingham Forest hafa áhuga á Callum Styles, 22 ára miðjumanni ungverska landsliðsins. (Mirror)

Benfica vonast til að ná samkomulagi við Mario Götze, 30, sem er fáanlegur ódýrt frá PSV Eindhoven. (Fabrizio Romano)

Mateu Alemany, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, flýgur til Englands í vikunni til að hefja viðræður við Leeds um brasilíska kantmanninn Raphinha, 25. (Sport)

Matthijs de Ligt, 22, er búinn að staðfesta að hann sé í samningsviðræðum við Juventus en eigi eftir að taka ákvörðun. (90min)

Renan Lodi, 24 ára leikmaður Atletico Madrid, er efstur á lista hjá Newcastle sem leitar sér að vinstri bakverði fyrir næstu leiktíð. (Give Me Sport)