fim 16.jún 2022
Íslendingaliðin áfram í norska bikarnum - Berglind skoraði
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrir Brann
Öll Íslendingaliðin eru komin áfram í norska bikarnum eftir góða sigra í kvöld. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði í stórsigri Brann á Arna-Björnar.

Selma Sól Magnúsdóttir kom inná sem varamaður á 64. mínútu er Rosenborg vann Fortuna, 2-1.

Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Vålerenga sem lagði Grimstad, 1-0. Ingibjörg hefur unnið bikarinn með liðinu síðustu tvö ár.

Brann vann þá öruggan 5-0 sigur á Arna-Björnar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir voru báðar í byrjunarliði Brann.

Berglind gerði þriðja mark liðsins á 37. mínútu leiksins. Svava Rós fór af velli í hálfleik en Berglind fékk skiptingu þegar tuttugu mínútur lifðu leiks.

Öll þrjú Íslendingaliðin eru því komin áfram í 8-liða úrslit bikarsins.