mán 20.jún 2022
Nayef Aguerd til West Ham (Stađfest)
West Ham hefur gengiđ frá kaupum á marokkóska varnarmanninum Nayef Aguerd frá franska félaginu Rennes á 30 milljónir punda.

Aguerd er 26 ára og hefur leikiđ 25 landsleiki fyrir Marokkó.

„Ég var mjög spenntur ţegar ég heyrđi af áhuga West Ham. Ég vissi ađ ég ţyrfti ađ fara í ensku úrvalsdeildina, ţetta er draumur allra leikmanna," segir Aguerd.

Hann er fjórđi dýrasti leikmađur í sögu West Ham, á eftir Sebastien Haller, Felipe Anderson og Kurt Zouma.