mán 20.jún 2022
Benoný Breki á leið í úrslitaleik með U17 liði Bologna
U17 ára lið Bologna er á leið í úrslitaleik gegn Inter um ítalska meistaratitilinn. Bologna lagði AC Milan í undanúrslitunum og Juventus í átta liða úrslitunum.

Benoný Breki Andrésson er leikmaður liðsins en hann gekk í raðir ítalska félagsins frá Breiðabliki í ágúst í fyra.

Benoný er fæddur árið 2005 og er sóknarmaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki og Gróttu.

Benoný kom við sögu í báðum leikjunum í átta liða úrslitunum gegn Juventus. Í undanúrslitunum í gær var hann ekki í leikmannahópnum þegar Bologna vann 0-1 sigur gegn AC Milan.

Bologna vann riðilinn sinn í U17 en í kjölfarið hófst úrslitakeppni.

Hlynur Freyr Karlsson (átján ára) og Andri Fannar Baldursson (tvítugur) eru einnig á mála hjá Bologna.

Úrslitaleikurinn fer fram á morgun.