þri 21.jún 2022
Meistaradeildin: Með sigri í kvöld mun Víkingur mæta meisturunum frá Andorra
Íslandsvinurinn Ildefons Lima er leikmaður Inter Escaldes.
La Fiorita 1 - 2 Inter Escaldes
1-0 Danilo Rinaldo
1-1 Genis Soldevila
1-2 Genis Soldevila

Nýtt tímabil í Meistaradeild Evrópu er farið af stað en Inter Escaldes, meistaraliðið frá Andorra, vann endurkomusigur gegn La Fiorita frá San Marínó á Víkingsvelli í dag.

Inter mun mæta sigurvegaranum úr viðureign Víkings og Levadia Tallinn frá Eistlandi, sem fram fer í kvöld klukkan 19:30, í úrslitaleik umspilsins í Meistaradeildinni.

Liðið sem vinnur umspilið fer í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem það mun mæta Malmö frá Svíþjóð í tveggja leikja einvígi.

Leikur Víkings í kvöld verður í beinni textalýsingu hérna.

Búast má við því að leikurinn í kvöld verði eiginlegur úrslitaleikur umspilsins, Víkingur og Levadia ættu að vera klassa fyrir ofan þessi lið sem léku í gæðalitlum leik í dag.