lau 06.ágú 2022
Ferð fyrir tvo á leik í verðlaun í innskráningarleik Arsenal

Arsenal klúbburinn á Íslandi stendur fyrir innskráningarleik þar sem fyrstu verðlaunin eru ferð fyrir tvo í afmælisferð klúbbsins. Þeir sem borga greiðsluseðillinn sem er i heimabankanum eða gerast fèlagar og borga félagsgjaldið fyrir 21. Ágúst 2022 fara i pott og dregið verður 22 ágúst 2022.

Fullt gjald er 3.000 kr. Klúbburinn minnir einnig  á fjölskyldutilboðið okkar (þá er miðað við þá sem eru með sama lögheimili) fyrstu tveir borga fullt gjald, sá þriðji borgar hálft gjald og aðrir fá frítt.

Þeir sem borga félagsgjaldið fá að sjálfsögðu þátttökurétt í innskráningarleik Arsenalklúbbsins.

Verðlaun i innskráningarleiknum eru:

1 . Ferð fyrir 2 i Afmælisferð klúbbsins

2. Arsenal treyja

3. Arsenal treyja