ţri 05.júl 2022
Myndir: Hólmar reiddist og taldi Nökkva hafa reynt ađ plata dómarann
Jafntefli 1-1 varđ niđurstađan á Akureyri ţegar KA og Valur mćttust í Bestu deildinni í gćr.

Skapti Hallgrímsson var međ myndavélina á nýja Greifavellinum og náđi mörgum öflugum myndum sem fönguđu dramatíkina eins og sjá má á Akureyri.net.

Í lok leiksins vildu margir KA-menn í stúkunni fá vítaspyrnu og hér ađ neđan má sjá skemmtilega myndasyrpu af ţví atviki.

„Nökkvi Ţeyr féll međ tilţrifum í vítateig Vals á lokamínútu hefđbundins leiktíma og margir utan vallar heimtuđu vítaspyrnu en Erlendur Eiríksson, sá margreyndi og yfirvegađi dómari, skellti skollaeyrum viđ ţeim kröfum. Birkir Már Sćvarsson náđi ađ spyrna boltanum í burtu en virtist ekki brjóta á Nökkva. Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmađurinn öflugi hjá Val, var ekki sáttur viđ KA-manninn unga, taldi hann greinilega hafa reynt ađ plata dómarann og lét hann heyra ţađ. Ţeir Hólmar og Nökkvi skildu ţó sáttir," skrifađi Skapti.