sun 17.júl 2022
Mahrez með brotinn síma - Beið eftir nýjum samningi til að skipta

Riyad Mahrez leikmaður Manchester City gerði nýjan samning við félagið á föstudaginn sem gildir til ársins 2025.Hann deildi mynd af sér á Twitter í gær þar sem hann var á leiðinni upp í flugvél á leið til Bandaríkjana þar sem City fer í æfingaferð.

Það vakti athygli aðdáanda hans að hann hélt á síma sem er mölbrotinn. Aðdáandinn skrifaði athygasemd og sagði við hann að hann ætti pening, væntanlega til að gera við símann eða fá sér nýjan.

Mahrez sló á létta strengi og sagðist hafa verið að bíða eftir því að skrifa undir nýjan samning svo hann hefði efni á því.