sun 17.júl 2022
Ten Hag gefst ekki upp á De Jong - Silva ekki til sölu
Mynd: EPA

Mynd: Getty Images

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: Getty Images

Sunnudagsslúðrið, tekið saman af BBC af helstu miðlum heims, er klárt.Hasan Salihamidzic, framkvæmdarstjóri Bayern Munchen ítrekar að Cristiano Ronaldo 37, sé ekki á leið til félagsins frá Manchester United. (SPORT1)

Manchester City ætlar ekki að selja Bernardo Silva, 27, til Barcelona í sumar, Pep Guardiola telur Silva mikilvægan hlekk í liðinu. (Sunday Mirror)

Chelsea er í viðræðum við PSG um kaup á Presnel Kimpembe, 26. PSG vill fá 55 milljónir punda fyrir leikmanninn en Chelsea er aðeins tilbúið að bjóða 40 milljónir punda. (Fabrizio Romano)

Manchester City hefur samþykkt 30 milljón punda tilboð Arsenal í úkraínska vinstri bakvörðinn Oleksandr Zinchenko, 25. Þá eiga leikmaðurinn og Arsenal bara eftir að komast að samkomulagi. (Guardian)

Erik ten Hag stjóri Manchester United hefur tjáð stjórninni að halda áfram að reyna næla í Frenkie de Jong frá Barcelona þó svo að hann væri ekki enn kominn fyrir fyrsta leik í deildinni. (Guardian)

De Jong er í æfingahóp Barcelona sem er á leið til Bandaríkjanna. (Manchester Evening News)

Ivan Toney framherji Brentford er undir smásjá Newcastle, West Ham og Leeds. Þá er Manchester United einnig að skoða þennan 26 ára gamla Englending. (Sunday Mirror)

Leeds United vill meira en 35 milljónir punda fyrir Jack Harrison, 25, en Newcastle hefur áhuga á leikmanninum. (Mail on Sunday)

Jose Mourinho ætlar að næla í Paulo Dybala, 28, en hann er án félags eftir að hafa yfirgefið Juventus. Mourinho hefur einnig áhuga á Jesse Lingard, 29, sem er einnig án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United. (Corriere dello Sport)

Wayne Rooney hefur einnig áhuga á Lingard en þeir eru fyrrum liðsfélagar hjá United. Þá vill hann einnig fá Ravel Morrison sem er án félags en hann var með Rooney hjá Derby á síðustu leiktíð. (Mail on Sunday)

Phil Jones, 30, leikmaður Manchester United er einnig á óskalista Rooney en þeir voru liðsfélagar hjá United á sínum tíma. (Daily Star Sunday)

Chelsea snýr sér að Jules Kounde, 23, varnarmanni Sevilla eftir að hafa mistekist að næla í Nathan Ake, 27, varnarmann Manchester City. (Times)

Burnley hafnaði tilboði Everton í Maxwel Cornet, 25. Everton vill fá leikmanninn á láni með möguleika á kaupum síðar. Burnley vill frekar selja hann strax fyrir 18 milljónir punda. (Sun)

Everton hefur hafið viðræður við Anthony Gordon um nýjan samning en félagið hafnaði 35 milljón punda tilboði Newcastle í leikmanninn. (Football Insider)

AC Milan er í viðræðum við Tottenham um kaup á Japhet Tanganga, 23. (Calciomercato)

PSG hefur blandað sér í baráttuna um Carney Chukwuemeka leikmann Aston Villa en Barcelona hefur einnig áhuga á leikmanninum. Þessi 18 ára leikmaður er ekki í æfingahópnum sem er í Ástralíu um þessar mundir. (Sunday People)

Villa er tilbúið að selja Chukwuemeka fyrir 20 milljónir punda. (Fabrizio Romano)

Juventus er í viðræðum við Atletico Madrid um kaup á Alvaro Morata sem snéri aftur til Madrid eftir tveggja ára lánsdvöl hjá Juventus. (Calciomercato)

AC Milan er tilbúið að gera hærra tilboð í Charles de Ketelaere leikmann Club Brugge. Ítalska félagið hefur þegar náð samkomulagi við leikmanninn sjálfan. (Nicolo Schira)

Leeds er nálægt því að ná samkomulagi við Joe Gelhardt, 20, um nýjan samning. (Football Insider)

Marseille er á eftir Jonathan Clauss leikmanni Lens en Chelsea, Man Utd og Atletico Madrid hafa áhuga á leikmanninum. (90 min)

Nottingham Forest hefur boðið 10 milljónir punda í Marcus Tavernier leikmann Middlesbrough og Bournemouth hefur einnig gert tilboð í þennan 23 ára gamla leikmann. (Mail)

Sevilla hefur áhuga á Ben Brereton DIaz en er aðeins tilbúið að bjóða helming af 20 milljón punda verðmiða sem Blackburn hefur sett á leikmanninn. (Sun)