sun 17.júl 2022
Dybala valdi Roma fram yfir Napoli - Gerir fjögurra ára samning
Paulo Dybala fer til Roma
Argentínski sóknarmaðurinn Paulo Dybala mun ganga í raðir Roma á næstu dögum en þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio.

Dybala er án félags eftir að hafa spilað fyrir Juventus síðustu sjö ár en samningur hans við félagið rann sitt skeið fyrir rúmum tveimur vikum síðan.

Hann var í viðræðum við Inter en þær viðræður sigldu í strand og hefur hann því rætt við bæði Napoli og Roma síðustu daga.

Di Marzio greinir frá því að Roma hafi lagt fram formlegt samningstilboð og er það aðeins tímaspursmál hvenær Dybala skrifar undir samninginn.

Dybala, sem er 28 ára gamall, mun fá fjögurra ára samning og þéna um það bil 6 milljónir evra í árslaun.