mán 18.júl 2022
Mætum Svíþjóð ef við förum áfram
Svíar fagna marki á mótinu.
Það ræðst í dag hvort Ísland fari áfram á Evrópumótinu eða ekki.

Við spilum við Frakkland í lokaleik okkar í riðlinum og erum við með örlögin í okkar höndum. Ef við vinnum leikinn þá förum við pottþétt áfram. Jafntefli eða tap, það er annað mál. Þá veltur það á úrslitum í hinum leiknum - á milli Ítalíu og Belgíu - sem fer fram á sama tíma.

Það er samt sem áður ljóst hvaða liði Ísland mætir ef við förum áfram.

Svíþjóð hafnaði í efsta sæti C-riðils og ef við förum áfram, þá mætum við þeim sænsku í Leigh Sports Village í Manchester þann 22. júlí næstkomandi.

Við mættum Svíum í átta-liða úrslitum árið 2013 og þá töpuðum við á sannfærandi máta, 4-0.

Sjá einnig:
„Besti leikmaður í heimi" - Allt öðruvísi að vera með Seger í liði