mán 18.júl 2022
Reyndur tékkneskur dómari með flautuna í kvöld
Jana Adámková.
Stelpurnar okkar eru mættar til Rotherham þar sem leikið verður gegn Frakklandi í kvöld.

Leikur Frakklands og Íslands verður á New York leikvangnum og hefst leikurinn klukkan 20 að staðartíma, 19 að íslenskum tíma.

Fróðlegt verður að sjá hvort Ísland komist áfram en ljóst er að búast má við erfiðum leik.

Það verður afskaplega reyndur dómari á leiknum, hin 44 ára gamla Jana Adámková frá Tékklandi. Hún hefur mikla reynslu, dæmt á stórmótum og í Meistaradeild kvenna.

Chris Kavanagh, dómari í ensku úrvalsdeildinni, verður í VAR rýminu.