fim 21.júl 2022
Ísland í dag - Heimaleikir hjá Blikum og Víkingum í Sambandsdeildinni
Breiðablik og Víkingur spila áhugaverða leiki í Sambandsdeildinni í kvöld.

Breiðablik mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi en leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 19:15.

Korteri síðar verður flautað til leiks á Víkingsvelli þar sem heimamenn fá TNS frá Wales í heimsókn.

Þá eru fjórir leikir í Lengjudeildinni og tveir í 2. deild. Toppliðið í Lengjudeildinni, HK, heimsækir Selfoss þar sem heimamenn geta minnkað forskot HK í eitt stig. Fylkir getur komist á toppinn með sigri á KV.

fimmtudagur 21. júlí

Sambandsdeild UEFA
19:15 Breiðablik-Buducnost Podgorica (Kópavogsvöllur)
19:30 Víkingur R.-The New Saints FC (Víkingsvöllur)

Lengjudeild karla
18:30 Fjölnir-Þróttur V. (Extra völlurinn)
19:15 KV-Fylkir (KR-völlur)
19:15 Selfoss-HK (JÁVERK-völlurinn)
19:15 Grindavík-Afturelding (Grindavíkurvöllur)

2. deild karla
19:15 Haukar-Reynir S. (Ásvellir)
19:15 KF-KFA (Ólafsfjarðarvöllur)