fim 21.júl 2022
Vigdís Edda í FH (Staðfest)
FH hefur fengið Vígdísi Eddu Friðriksdóttur í sínar raðir. Vigdís lék með Þór/KA fyrri hluta tímabilsins en ákvað fyrr í þessum mánuði að rifta samningi sínum við félagið.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net valdi Vigdís að fara í FH fram yfir uppeldisfélagið Tindastól.

Hún er 22 ára miðjumaður sem lék með Brreiðabliki tímabilin 2020 og 2021. Hún hefur verið í meistaraflokki síðan 2016 og var fyrstu fjögur árin þar hjá uppeldisfélaginu.

Vigdís kom við sögu í níu leikjum af tíu með Þór/KA fyrri hluta tímabilsins.

FH er í Lengjudeildinni, í efsta sæti deildarinnar og næsti leikur liðsins er gegn Víkingi á útivelli á morgun.