fim 21.júl 2022
Mynd: Augnablikið þegar Hallbera sagði Steina að hún væri hætt?
Hallbera Guðný Gísladóttir lagði skóna á hilluna eftir að Ísland féll úr leik á EM kvenna á þriðjudaginn.

Hallbera spilaði 131 landsleik fyrir Ísland og skoraði 3 mörk en fyrsti landsleikur hennar kom gegn Póllandi á Algarve-mótinu í Portúgal í mars 2008.

Hún var í byrjuanrliðinu í öllum leikjum liðsins á EM en spilaði klukkutíma í loka leiknum sínum á ferlinum gegn Frakklandi.

Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdarstjóri Fótbolta.net, náði skemmtilegu augnabliki á filmu þegar Hallbera faðmaði Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara eftir leikinn. Þjálfarateymið horfði á en Hafliði veltir fyrir sér hvort þetta hafi verið augnablikið sem hún tjáði teyminu að hún væri hætt.

Sjá einnig:
Takk Hallbera - „Algjör goðsögn í íslenskum fótbolta"