fim 21.júl 2022
Dean Martin: Fengum nógu mörg færi til að vinna tvo leiki
Dean Martin.

"Hvað heldur þú?" spurði Dean Martin, þjálfari Selfyssinga, aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir tapið gegn HK í kvöld."Ég er alls ekki fúll með spilamennskuna en ég er svekktur með að klúðra tveimur vítum í þessum leik. Ég man ekki til þess að það hafi gerst áður. Hvað spilamennskuna varðar fannst mér við frábærir í kvöld."

"Ég væri heimskur ef ég segði að ég væri ekki fúll með úrslitin, en ég get tekið þessu. Það eru líka leikir þar sem við erum búnir að spila illa og vinna. Þú færð þetta í andlitið stundum en mér fannst þetta geggjaður leikur. Mér fannst við nógu marga sénsa í þessum leik til að vinna tvo leiki. En svona er þetta stundum."


Þar sem liðið klikkaði á tveimur vítaspyrnum í dag var Dean spurður hvort það yrði tekin vítaæfing á æfingu á morgun. "Nei, ég læt þá lyfta."

Allt viðtalið við Dean má sjá í spilaranum hér að ofan.