fim 21.júl 2022
Pablo kominn í bann eftir tuð á 90. mínútu
Pablo Punyed missir af síðari leik Víkings og TNS ytra þegar liðin mætast í Wales á þriðjudaginn.

Víkingur vann fyrri leikinn í kvöld á Víkingsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Kristall Máni Ingason skoraði bæði mörkin af vítapunktinum.

Pablo fékk að líta gula spjaldið undir lok leiksins fyrir tuð en það þýðir að hann verði ekki með í síðari leiknum þar sem hann er kominn með þrjú gul spjöld í Evrópukeppninni í ár.

Víkingur var með mikla yfirburði í kvöld og fer með gott veganesti í síðari leikinn.