fös 22.júl 2022
EM kvenna í dag - Svíþjóð mætir Belgíu
8 liða úrslitin á EM kvenna halda áfram í kvöld.


Svíþjóð og Belgía mætast en Svíþjóð vann C riðilinn. Liðið endaði með 7 stig jafn mörg stig og Holland.

Belgía aftur á móti endaði með 4 stig í 2. sæti D riðils, riðlinum með okkur Íslendingum eins og við þekkjum vel.

Svíþjóð gerði 1-1 jafntefli í fyrstu umferð gegn Hollandi. Vann Sviss 2-1 og valtaði svo yfir Portúgal 5-0 í lokaumferðinni.

föstudagur 22. júlí


EUROPEAN CHAMPIONSHIP: Playoffs - Women
19:00 Svíþjóð - Belgía