fös 22.júl 2022
Tagliafico til Lyon (Staðfest)
Nicolas Tagliafico.
Nicolas Tagliafico hefur skrifað undir samning við Lyon í Frakklandi en félagið kaupir hann frá Hollandsmeisturum Ajax á fjórar milljónir evra.

Tagliafico er 29 ára argentínskur vinstri bakvörður sem leikið hefur 40 landsleiki.

Hann lék með Ajax frá 2018 og vann hollenska meistaratitilinn í þrígang.

Olympique Lyonnais hafnaði í áttunda sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili.