sun 24.júl 2022
Lukaku verður lengur hjá Inter - Alli til sölu
Mynd: Getty Images

Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins tekinn saman af BBC er kominn í hús.

Atletico Madrid hefur sett Antoine Griezmann á sölu til að geta fengið Cristiano Ronaldo frá Manchester United. (Times)

United er tilbúið að lána Ronaldo ef hann er tilbúinn að samþykkja eins árs framlengingu á samningi sínum. (Mirror)

Bayern Munchen hefur sett sig í samband við Tottenham vegna Harry Kane en hann er opinn fyrir því að fara til Þýskalands. (Bild)

Neymar vill ekki fara frá PSG en Chelsea og Man City hafa verið orðuð við hann. (Mail)

Manchester United er í kjörstöðu til að næla í hægri bakvörðinn Denzel Dumfries, 26, frá Inter Milan. (Calciomercato)

Chelsea og Inter hafa komist að samkomulagi um að Romelu Lukaku verði áfram hjá Inter í eitt ár til viðbótar við upprunalega lánssamninginn. (Mail)

Newcastle hefur áhuga á Harvey Barnes leikmanni Leicester en hann er með 50 milljón punda verðmiða. (Sun)

Jurgen Klopp stjóri Liverpool ætlar eki að kaupa fleiri leikmenn nema einhver meiðist eða félagið selji leikmenn. (Sky Sports)

Nice er á eftir Kasper Schmeichel markverði Leicester eftir að félaginu mistókst að næla í Yan Sommer frá Gladbach. (L'Equipe)

Brighton gefur sig ekki og mun ekki selja Marc Cucurella á undir 50 milljónir punda en Man City hefur boðið 30 milljónir. (Athletic)

Brighton ætlar að fá Brandon Williams fyrir 15 milljónir punda frá Man United ef Cucurella yfirgefur félagið. (MIrror)

Það er líklegt að Timo Werner yfirgefi Chelsea í sumar þar sem þessi 26 ára gamli framherji vill spila meira til að tryggja sætið sitt í þýska landsliðshópnum fyrir HM. (Sky Sports)

Everton er tilbúið að selja Dele Alli aðeins sex mánuðum eftir að hafa fengið hann frá Tottenham. (Sun)

Roma hefur mikinn áhuga á Eric Bailly leikmanni Man United. (Mirror)

Man City hefur hafnað 16 milljón punda tilboði Southampton í LIam Delap en mörg Championship lið hafa einnig mikinn áhuga á að fá hann á láni. (Athletic)

Atalanta er á eftir Nuno Tavares leikmanni Arsenal en liðin eru í viðræðum um lánssamning. (Fabrizio Romano)

Newcastle hefur spurst fyrir um Kamaldeen Sulemana leikmann Rennes en hann er metinn á í kringum 30 milljónir punda og er einnig undir smásjá Leverkusen og Ajax. (Mail)

West Ham er í viðræðum við Napoli um kaup á Piotr ZIlenski, 29. (Tuttomercato)

Nottingham Forest er í viðræðum við Real Betis um kaup á Alex Moreno spænskum vinstri bakverði. (Nico Schira)

Bournemouth íhugar að næla í markvörðinn SImon Moore, 32, frá Coventry til að veita Mark Travers keppni. (Mail)