sun 24.júl 2022
Víkingur mætir Stjörnunni um verslunarmannahelgina
Fjórtánda umferð Bestu deildarinnar fer fram um helgina en hún hefst kl 14 í dag með leik Leiknis og ÍBV.

Umferðinni lýkur hins vegar ekki fyrr en um verslunarmannahelgina, Laugardaginn 30. júlí fer fram leikur Stjörunnar og Víkings þar sem Víkingur spilar síðari leikinn gegn TNS á þriðjudaginn ytra.

Þá er einnig Þjóðhátíðarleikur í Eyjum þegar ÍBV og Keflavík mætast á sama tíma.

Ef Kristall verður með í leik Víkings gegn Stjörnunni verður það síðasti leikurinn hans fyrir félagið þar sem hann mun skipta yfir til Rosenborg um mánaðarmótin.

Stjarnan Víkingur R. Lau. 30. 7. 2022 14:00

ÍBV Keflavík Lau. 30. 7. 2022 14:00