sun 24.júl 2022
Barcelona undirbýr tilboð í Kounde

Jules Kounde hefur verið orðaður við Chelsea undanfarið en liðið missti Antonio Rudiger til Real Madrid og Andreas Christensen til Barcelona.Chelsea hefur þegar fengið Kalidou Koulibaly frá Napoli en vonast til að bæta Konude við.

Barcelona er í miklum fjárhasvandræðum en þrátt fyrir það er félagið talið hafa blandað sér í baráttuna um Kounde. Chelsea er talið hafa boðið 55 milljónir punda en Barcelona býður ekki eins mikið og með allskonar klásúlum.

Barcelona hefur keypt leikmenn fyrir 103 milljónir evra en aðeins selt leikmenn fyrir 23 milljónir evra.