sun 24.júl 2022
Ancelotti: Verður að spurja þá hvort þeir vilji fara

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid segir liðið tilbúið í slaginn fyrir tímabilið og segir það sterkara en á síðustu leiktíð.Real tapaði í El Clasico gegn Barcelona í nótt þar sem Raphinha skoraði sigurmarkið.

Ancelotti var spurður út í tvo leikmenn eftir leikinn gegn Barcelona sem eiga bara ár eftir af samningi sínum hjá félaginu.

„Þú verður að spurja Dani Ceballo og Marco Asensio hvort það sé betra fyrir þá að fara. Spurðu félagið hvort það eigi að bjóða þeim nýjan samning."

Real Madrid spilar tvo æfingaleiki í viðbót áður en það mætir Frankfurt í evrópska ofurbikarnum þann 10. ágúst