sun 24.júl 2022
Bauluðu og öskruðu nafn Shakiru í átt að Pique
Barcelona og Real Madrid áttust við í æfingaleik í nótt. Barcelona vann leikinn 1-0 en Raphinha skoraði markið.

Æfingaleikir eru oft kallaðir vináttuleikir en það er engin vinátta milli þessara félaga. Það gekk mikið á í þessum leik, menn tókust hart á innan vallar og það sauð uppúr í leiknum.

Gerard Pique er ekki vinsælasti maðurinn á Spáni eftir að Shakira sótti um skilnað vegna framhjáhalds kappans.

Stuðningsmenn beggja liða ögruðu honum með því að baula á hann í hvert sinn sem hann var með boltann og öskra nafn Shakiru.