sun 24.júl 2022
Spalletti rak Osimhen af æfingu - „Þú talar of mikið"
Victor Osimhen
Luciano Spalletti, þjálfari Napoli, var ekki til í nett glens á æfingu liðsins í dag og rak nígeríska framherjann Victor Osimhen af æfingunni eftir rifrildi við André-Frank Sambo Anguissa.

Napoli hélt opna æfingu fyrir stuðningsmenn í dag og átti þetta að vera gleðidagur fyrir alla en Osimhen var sennilega ekki skemmt.

Spalletti, sem er nú þekktur fyrir það að vera skrautlegur á köflum, rak leikmanninn af æfingu fyrir það eitt að tala of mikið, en Osimhen hafði verið að rífast við André-Frank Sambo Anguissa sem varð til þess að nígeríski framherjinn var sendur í sturtu.

Osimhen, sem er metinn á 70 milljónir evra, yfirgaf því æfinguna, en atvikið má sjá hér fyrir neðan.