mán 25.júl 2022
Opinn fyrir því að fara á láni frá Man Utd
Í leiknum gegn Aston Villa
James Garner er leikmaður Manchester United sem lék á láni hjá Nottingham Forest á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að komast upp í úrvalsdeildina.

Garner er 21 árs og segist hann vera opinn fyrir því að fara á láni til annars úrvalsdeildarfélags ef hann nær ekki að brjóta sér leið inn í byrjunarlið United.

Garner er mikils metinn hjá Forest. „Ég átt mjög gott tímabil - var með mikið sjálfstraust og upplifði margt, fékk reynslu sem ég hafði ekki fengið áður," sagði Garner við PA.

„Ég spilaði nánast alla leiki og við fórum upp. Fyrir mér er það sennilega hið fullkomlega lán. Ég hef núna spilað nánast alla leiki í tvö ár og ég vil ekki hætta því núna. Ég vil spila í hverri viku."

„Við (United) eigum ennþá leiki eftir á undirbúningstímabilinu og vonandi get ég sýnt hvað í mér býr."


Hann lék sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu þegar United gerði jafntefli við Aston Villa á laugardag. „Ég vil spila fyrir United, auðvitað er það markmiðið mitt. En mér líður þannig að ef ég er ekki að fara spila jafn reglulega og ég myndi vilja þá væri ég klárlega opinn fyrir því að fara á lán til annars liðs í úrvalsdeildinni."