mið 27.júl 2022
Ómar Ingi: Ekki í eina sekúndu vafi í hópnum um það að við myndum vinna
„Ég er ótrúlega ánægður að hafa unnið í fyrsta lagi og líka að koma til baka eftir erfiðar fyrstu 30 mínútur. Við gerðum þessar mínútur erfiðar sjálfir með því að vera soft, en eftir það fannst ég við vera miklu betri en þeir í leiknum og við vinna verðskuldað", sagði ánægður Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari toppliðs HK eftir 2-1 sigur fyrr í kvöld á Gróttu.

„Mikill karakter og liðsheild í hópnum það var ekki í eina sekúndu vafi í hópnum um það að við myndum ekki vinna hér á heimavelli í dag. Ég held að þetta hafi verið það trú á eigin hæfileikum og gæði sem skóp sigurinn í dag."

Stefán Ingi sem hefur skorað 8 mörk fyrir HK í Lengjudeildinni, fer út í háskóla í mánuðinum en HK er búið að finna staðgengil fyrir hann.

„Oliver Haurits er sterkur og kraftmikill, hann fékk mjög góð meðmæli varðandi það hvernig hann myndi henta okkur ég tel hann vera mjög gott replacement fyrir Stefán. Hann er duglegur, getur skotið með báðum fótum og ég er mjög spenntur að gefa honum fleiri mínútur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan