fim 28.júl 2022
Lilja Lív og bandarískur miðjumaður í KR (Staðfest)
Hannah
KR hefur samið við bandaríska leikmanninn Hannah Lynne Tillett um að leika með liðinu út tímabilið.

Hannah er 22 ára miðjumaður sem kemur frá Tennessee þar sem hún hefur leikið með háskólaliði við góðan orðstír síðustu ár.

Í sumar lék hún með Chattanooga Red Wolves SC, sem tók í fyrsta sinn núna í sumar þátt ný stofnaðri áhugamannadeild í Bandaríkjunum. Sú deild er hugsuð sem brú fyrir leikmenn frá háskólaboltanum yfir í atvinnumannadeildina og/eða fyrir leikmenn sem vilja spila á undirbúningstímabilinu.

Félagaskiptaglugginn lokaði á þriðjudag en KR náði skiptunum í gegn í tæka tíð. Liðið krækti einnig í Lilju Lív Margrétardóttur fyrir gluggalok en hún kemur frá Gróttu.

Í sumar hefur Lilja skorað sex mörk í níu leikjum í 2. deild með Gróttu. Hún er fædd árið 2005 og á að baki sex leiki fyrir U16-U17 landsliðin.

KR er í 9. sæti Bestu deildarinnar með sjö stig eftir tíu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki í kvöld og eru þær báðar, Hannah og Lilja, komnar með leikheimild.