fim 28.júl 2022
Cucurella búinn að segja Brighton að hann vilji fara
Cucurella í baráttu við Riyad Mahrez.

Fabrizio Romano greinir frá því að spænski bakvörðurinn Marc Cucurella sé búinn að segja við þjálfarateymi Brighton að hann vilji skipta yfir til Englandsmeistara Manchester City.Man City vantar vinstri bakvörð eftir söluna á Oleksandr Zinchenko til Arsenal og er Cucurella maðurinn sem Pep Guardiola vill kaupa.

Brighton hafnaði 30 milljón punda tilboði frá City í bakvörðinn á dögunum og er félagið talið vilja 50 milljónir til að selja hann.

Hinn 24 ára gamli Cucurella á fjögur ár eftir af samingi sínum við Brighton. Hann var í lykilhlutverki á síðustu leiktíð og fékk tækifæri með spænska landsliðinu.

Brighton borgaði 15 milljónir punda fyrir Cucurella síðasta sumar.

Búist er við að City reyni við Alex Grimaldo ef samkomulag næst ekki við Brighton um kaupverð.