fim 28.júl 2022
Pétur Péturs: Mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik
„Ég er svo sem ekki ánægður með stigið en þegar uppi er staðið var þetta kannski sanngjarnt. Mér fannst Stjarnan vera ofan á í fyrri hálfleik og hefðu alveg getað verið yfir þá sanngjarnt, en mér fannst seinni hálfleikurinn vera mjög góður hjá okkur og við hefðum getað klárað leikinn í seinni hálfleik", hafði Pétur Pétursson þjálfari Vals að segja eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna fyrr í kvöld.

Valur er í toppsæti Bestu-deildar kvenna, en Breiðablik tókst að minnka forskotið í kvöld niður í tvö stig.

„Við hefðum átt að nýta þessi færi sem við fengum en eins og ég segi það var eins og við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik, mér fannst Stjarnan vera betri í fyrri hálfleik."

Fyrsti leikur eftir rúmlega mánaðarlangt landsleikjahlé.

„Maður vissi ekki nákvæmlega hvernig þetta yrði við erum svo sem ekki búin að hafa liðið saman vegna þess að nokkrar voru í landsliðinu nema í einhverja fimm daga það er svolítil breyting. Við erum allavegana búin með fyrsta leikinn."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.