fim 28.júl 2022
Arnar Páll: Það sem gerist eftir það er bara ekki nægilega gott að okkar hálfu
Arnar Páll Garðarsson

„Hvað á maður að segja fyrstu 60-70 er eitthvað sem við erum alveg ánægðir með, auðvitað er eitthvað sem við hefðum getað gert betur og allt það en miðað við færin sem við fáum hérna á fyrstu 10-15 mínútunum þá hefðum við viljað vera 1-1 eftir 70 mínútur en það sem gerist eftir það er bara ekki nægilega gott að okkar hálfu", sagði Arnar Páll Garðarsson þjálfari KR eftir 5-0 tap á útivell gegn Breiðablik í Bestu deild kvenna í kvöld.



Staðan í leiknum  eftir um 70 mínútna leik var 1-0 og KR-ingar höfðu náð að loka vel á vel skipað lið Blika og hefðu vel getað verið búnar að setja eitt mark en eftir að Karítas Tómasdóttir bætti við öðru marki sínu á 72, mínútu sá KR-ingar ekki til sólar. 

 „Þetta er svona eins og ég segi, við fáum á okkur mark úr horni og það er eitthhvað sem við forum virkilega vel yfir og það er kannski svolítið svekkjandi að það mark sé svoítið svona markið sem breytir leiknum eftir að við erum nálægt því að jafna", sagði Arnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.