fös 29.júl 2022
Rennes borgar 20 milljónir fyrir Theate (Staðfest)
Theate (til hægri) í baráttu við Abdelhamid Sabiri í leik gegn Sampdoria.

Rennes er búið að staðfesta kaup á belgíska miðverðinum Arthur Theate frá Bologna fyrir 20 milljónir evra.Theate var meðal betri leikmanna Bologna á síðustu leiktíð þrátt fyrir ungan aldur en ítalska félagið keypti hann fyrir 6 milljónir evra í fyrra.

Theate er aðeins 22 ára gamall og á þrjá A-landsleiki að baki fyrir Belgíu eftir að hafa spilað 22 leiki fyrir yngri landsliðin.

Þessi miðvörður á að fylla í skarðið sem Nayef Aguerd skildi eftir sig þegar hann var seldur til West Ham United.

Theate er þó ekki nóg því Rennes er einnig að krækja í miðvörðinn Joe Rodon á lánssamningi frá Tottenham. 

Hingað til var franska félagið aðeins búið að krækja í einn nýjan leikmann í sumar - landsliðsmarkvörð Frakklands Steve Mandanda.