lau 30.júl 2022
Ronaldo mætti skælbrosandi á æfingu

Framtíð Cristiano Ronaldo er óljós þar sem portúgalski landsliðsmaðurinn er talinn vilja yfirgefa Manchester United til að spila fyrir félag í Meistaradeild Evrópu.Ronaldo er sagður þrá að spila í Meistaradeildinni til að viðhalda markameti sínu í keppninni þar sem hinn 35 ára gamli Lionel Messi er aðeins 15 mörkum eftirá.

Ronaldo missti af öllu undirbúningstímabilinu með Rauðu djöflunum en er núna mættur á sína fyrstu æfingu með liðsfélögunum.

Hann verður með í æfingaleik gegn Rayo Vallecano á morgun og svo er fyrsti leikur úrvalsdeildartímabilsins gegn Brighton um næstu helgi.