lau 30.júl 2022
Sjáðu markið: Julian Alvarez skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man City

Trent Alexander Arnold kom Liverpool yfir gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldin á Englandi í dag.Erling Haaland er í byrjunarliðinu hjá City en Julian Alvarez byrjaði á bekknum ásamt Darwin Nunez hjá Liverpool. Þeir komu snemma inná í síðari hálfleik.

Alvarez setti mark sitt á leikinn þegar hann jafnaði metin á 70. mínútu. Markið var dæmt af í fyrstu vegna rangstöðu en það var ljóst að þetta var engin rangstaða.

Þá var spurning hvort Adrian markvörður Liverpool hafi verið kominn með fullt vald á boltanum en markið var að lokum dæmt gott og gilt.

Markið má sjá með því að smella hér.