lau 30.júl 2022
Þýski bikarinn: Köln tapaði gegn B-deildarliði

Regensburg 6 - 5 Koln
1-0 Andreas Albers ('18 )
2-0 Prince-Osei Owusu ('26 )
2-1 Mark Uth ('28 )
2-2 Dejan Ljubicic ('63 )Köln sem endaði í 7. sæti efstu deildarinnar í Þýskalandi á síðustu leiktíð mætti Regensburg sem var átta stigum frá því að falla úr næst efstu deild.

Bikarkeppnin spyr ekki um það en Regensburg komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Köln komst til baka og Dejan Ljubicic tryggði liðinu framlengingu.

Það dugði ekki til að finna sigurvegara, ekkert mark skorað svo grípa þurfti í vítaspyrnukeppni. Köln klikkaði á tveimur vítaspyrnum en Regensburg aðeins einni og verður því í næstu umferð en Köln getur farið að einbeita sér að öðru.