lau 30.júl 2022
Þýski Ofurbikarinn: Mane skoraði í átta marka leik

Bayern 5-3 RB Leipzig

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen og Bikarmeistarar RB Leipzig áttust við í þýska Ofurbikarnum í kvöld.Þetta var svakalegur leikur en að lokum voru átta mörk skoruð. Hinn ungi og efnilegi Jamal Musiala kom Bayern yfir eftir smá klafs í teignum.

Sadio Mane var í byrjunarliðinu en hann skoraði annað mark leiksins en hann skoraði fyrir nánast opnu marki eftir sendingu frá Serge Gnabry.

Bayern fór með 3-0 forystu í hálfleik þar sem Benjamin Pavard skoraði undir lok fyrri hálfleiksins. Marcel Halstenberg minnkaði muninn fyrir Leipzig áður en Gnabry skoraði fjórða mark Bayern.

á 77. mínútu fengu Leipzig menn vítaspyrnu og Christopher Nkunku steig á punktinn og skoraði. 4-2. Dani Olmo minnkaði muninn enn frekar á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og gaf Leipzig von.

Leroy Sane eyddi öllum vonum Leipzig þegar 8 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma og gulltryggði Bayern 5-3 sigur.