lau 30.júl 2022
Zlatan: Fótboltinn deyr ef ég hætti

Zlatan Ibrahimovic framherji AC Milan gerði samning við félagið um að spila með því út komandi leiktíð.Þessi litríki sænski framherji verður 41 árs í október svo það er eðlilegt að fólk spyrji sig hvenær hann mun leggja skóna á hilluna.

Einn aðdáandi hans spurði hann bara beint út og Zlatan svaraði að hætti Zlatan.

„Hvenær hætti ég? Aldrei. Fótboltinn deyr ef ég hætti."

Zlatan hefur leikið með Milan frá árinu 2020 en hann var áður hjá félaginu frá 2010-2012