sun 31.júl 2022
Æfingaleikir: Real vann Juventus og Barcelona vann
Mynd: Getty Images

Real Madrid og Juventus áttust við í æfingaleik á Rose Bowl vellinum í Kaliforníu.Real Madrid komst yfir eftir tæplega 20 mínútna leik þegar Karim Benzema skoraði úr vítaspyrnu eftir að Danilo hafði brotið klaufalega á Vinicius Jr í teignum.

Það var svo á 70. mínútu að Jesús Vallejo átti sendingu fyrir á Marco Asensio og eftirleikurinn auðveldur. 2-0 urðu lokatölur.

Real Madrid hefur leikið sinn síðasta æfingaleik en næsti leikur liðsins er Ofurbikar Evrópu gegn Frankfurt þann 10. ágúst. Juventus leikur æfingaleik gegn Atletico Madrid þann 7. ágúst.

Benzema:Asensio:

Barcelona heimsótti New York Red Bulls í æfingaleik í nótt.

Barcelona komst upp í hraða skyndisókn á fertugustu mínútu og boltinn endaði hjá Ousmane Dembele sem setti boltann þéttingsfast framhjá markverðinum og í netið. 1-0 í hálfleik.

Undir lok leiksins fékk Daniel Ederman að líta rauða spjaldið í liði New York eftir að hafa farið af mikilli hörku í tæklingu á Pablo Torre. Einum fleiri gulltryggði Memphis Depay sigur Barcelona eftir skelfileg varnarmistök.

Dembele:

Rauða spjaldið:Memphis: