sun 31.júl 2022
Forest kaupir Mangala frá Stuttgart (Staðfest)
Orel Mangala
Nottingham Forest gekk í dag frá kaupum á belgíska miðjumanninum Orel Mangala frá þýska félaginu Stuttgart. Þetta kemur fram í tilkynningu Forest.

Mangala er 24 ára gamall og spilaði fyrstu landsleiki sína með Belgíu í mars á þessu ári.

Hann kemur til með að styrkja lið Forest gríðarlega en Mangala á 72 leiki í efstu deild með Stuttgart.

Forest kynnti kaupin á honum í dag en hann skrifar undir langtímasamning. Kaupverðið er 12,7 milljónir punda.

Þetta er tólfti leikmaðurinn sem Forest fær til sín í sumar og er hópurinn nú svo gott sem klár fyrir fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni gegn Newcastle United þann 6. ágúst.