sun 31.júl 2022
Liverpool steinlá gegn Strasbourg á Anfield

Liverpool 0-3 StrasbourgLiverpool tapaði æfingaleik gegn Strasbourg frá Frakklandi á Anfield í kvöld. Liverpool stillti upp ungu og óreyndu liði þar sem aðal stjörnurnar spiluðu síðast í gær í Samfélagsskildinum.

Ibrahima Konate, Joe Gomez, James Milner, Harvey Elliott og Fabio Carvalho voru meðal leikmanna sem byrjuðu leikinn. Þá voru bara fimm leikmenn á bekknum, stærsta nafnið þar Nat Phillips.

Leiknum lauk með 3-0 sigri gestanna en öll mörkin komu snemma leiks. Liverpool hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn þegar liðið heimsækir nýliða Fulham.