mán 01.ágú 2022
Fyrirliði Liverpool framlengir (Staðfest)

Niamh Fahey, fyrirliði kvennaliðs Liverpool, er búin að skrifa undir nýjan samning við félagið.Fahey er 34 ára og leikur sem varnarsinnaður miðjumaður. Hún leiddi Liverpool til sigurs í Championship deildinni á síðustu leiktíð þar og var einn af betri leikmönnum deildarinnar. 

Þetta sögufræga félag í karlaboltanum mun því einnig keppa í efstu deild kvennaboltans á næstu leiktíð og er Fahey himinlifandi með að fá að vera með í því.

Matt Beard, knattspyrnustjóri Liverpool, er hæstánægður með framlag Fahey á síðustu leiktíð og telur að reynslan hennar eigi eftir að skipta sköpum í efstu deild.