mán 01.ágú 2022
Summerville, Gelhardt og Greenwood að skrifa undir hjá Leeds

Leeds United er að framlengja samninga þriggja efnilegra leikmanna sem spiluðu samtals 33 úrvalsdeildarleiki fyrir félagið á síðustu leiktíð.Leikmennirnir þrír eru allir tvítugir en Crysencio Summerville er elstur þeirra þar sem hann á 21 árs afmæli í haust. Hann kom við sögu í sex úrvalsdeildarleikjum á síðustu leiktíð og skrifar undir fjögurra ára samning.

Joe Gelhardt kom við sögu í 20 leikjum á tímabilinu þar sem hann skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar. Sam Greenwood tók þátt í sjö leikjum og gaf tvær stoðsendingar.

Þetta eru mikilvægar undirskriftir fyrir Leeds sem vonast til að þessir efnilegu strákar geti orðið að öflugum úrvalsdeildarleikmönnum.