mán 01.ágú 2022
Arsenal fær 6 milljónir fyrir Torreira - Allir leikmenn Mislintat farnir

Lucas Torreira er líklega á leið frá Arsenal til Galatasaray fyrir 6 milljónir punda og verður hann þá síðasti leikmaðurinn af þeim sem voru fengnir inn af Sven Mislintat til að yfirgefa félagið. Mislintat var með yfirumsjón með nýjum leikmönnum Arsenal frá 2017 til 2019 og keypti félagið átta leikmenn fyrir 129 milljónir punda. Félagið er núna búið að selja sömu leikmenn fyrir 26,5 milljónir en nokkrir runnu út á samningi.

Pierre-Emerick Aubameyang kostaði mest allra sem voru keyptir undir leiðsögn Mislintat, eða tæpar 60 milljónir punda, og yfirgaf félagið á frjálsri sölu tæpum fimm árum seinna.

Henrikh Mkhitaryan kostaði mest af hinum leikmönnunum með Torreira í öðru sæti og Bernd Leno í þriðja. Svo komu Sokratis Papastathopoulos, Matteo Guendouzi, Konstantinos Mavropanos  og Stephan Lichtsteiner í röð eftir kaupverði.

Mislintat, sem gerði garðinn frægan hjá Borussia Dortmund, starfar hjá Stuttgart í dag.