þri 02.ágú 2022
Dómarar frá Finnlandi og Albaníu til Íslands
Petri Viljanen.
Á fimmtudagskvöld munu Breiðablik og Víkingur leika heimaleiki sína í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bæði lið eiga mjög erfið verkefni fyrir höndum.

Breiðablik leikur gegn Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi og mun finnskt dómarateymi vera á fyrri leiknum á Kópavogsvelli.

Aðaldómari verður Petri Viljanen en þessi 35 ára dómari hefur áður dæmt hér á Íslandi, hann kom hingað í skiptidómaraverkefni 2015 og dæmdi 2-2 jafnteflisleik Þróttar og Fram í 1. deildinni.

Viljanen er fyrrum leikmaður og spilaði í finnsku úrvalsdeildinni.

Víkingur mun leika gegn Lech Poznan frá Póllandi. Albanskir dómarar verða starfandi á þeim leik en aðaldómarinn heitir Juxhin Xhaja.