þri 02.ágú 2022
Úrvalslið Evrópumótsins formlega opinberað
Beth Mead fagnar marki á mótinu.
Þýskaland á fimm leikmenn í liðinu.
Mynd: EPA

Það er búið að opinbera formlegt úrvalslið Evrópumóts kvenna að mati UEFA.

Mótið kláraðist á sunnudaginn þegar England fór með sigur af hólmi gegn Þýskalandi í úrslitaleikum.

Að mati UEFA þá var Beth Mead, framherji Englands, besti leikmaður mótsins og Lena Oberdorf úr Þýskalandi var besti ungi leikmaðurinn.

Hér að neðan má svo sjá formlegt úrvalslið mótsins.

Markvörður
Mary Earps (England)

Varnarmenn
Giulia Gwinn (Þýskaland)
Leah Williamson (England)
Marina Hegering (Þýskaland)
Sakina Karchaoui (Frakkland)

Miðjumenn
Keira Walsh (England)
Lena Oberdorf (Þýskaland)
Aitana Bonmatí (Spánn)

Framherjar
Beth Mead (England)
Alexandra Popp (Þýskaland)
Klara Bühl (Þýskaland)

Sjá einnig:
Mead og Oberdorf bestar á EM - Sjáðu lið mótsins