mið 03.ágú 2022
Sjáðu markið: Kennie klobbaði KA-mann fyrir sigurmark KR
Aron Þórður Albertsson skoraði eina markið á Akureyri í gær þegar KR vann 1-0 útisigur gegn KA í Bestu deildinni.

Kennie Chopart, leikmaður KR, gerði frábærlega í aðdraganda marksins og 'klobbaði' leikmann heimamanna.

„Kennie með frábæran sprett upp kantinn eftir innkast, fer illa með Hallgrím Mar og á sendinguna út í teiginn þar sem Aron Þórður er og leggur boltann í fjær. Gestirnir komnir yfir!" sagði í textalýsingu frá leiknum en markið kom á 16. mínútu.

Vísir hefur birt markið og má sjá það hér að neðan.