mið 03.ágú 2022
Chelsea í beinum viðræðum við Barcelona um De Jong
Samkvæmt Mirror er Chelsea í beinum viðræðum við Barcelona um möguleg kaup á Frenkie de Jong.

Hollenski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United í maega mánuði en illa hefur gengið hjá félaginu að sannfæra De Jong um að mæta á Old Trafford.

Mikið hefur verið fjallað um fjárhagsmál Barcelona sem vill selja til að geta skráð inn nýja leikmenn.

Xavi, stjóri Barcelona, er í þeirri stöðu að vera með mikla breidd á miðsvæðinu og geta því selt miðjumann. Félagið er með Gavi, Pedri, Sergi Roberto, Nico Gonzalez, Sergio Busquets og Franck Kessie.

De Jong er einn launahæsti leikmaður félagsins.